DDS Nuddmeðferð hjá Relaxation Centre ásamt Elysium Spa & Pan Aroma lavender jólagjafaöskju

Nánari Lýsing

DDS nudd, stendur fyrir„Direct Detoxification System“ er sársaukalaus heilsusamlegur meðferðarkostur sem byggir á og sameinar austurlenskar lækningarhefðir, nútíma vestrænt svæðanudd, hefðbundið nudd og lífrafmagnstækni (BioElectric). DDS BioElectric tækið sem er CE vottað framkallar rafstraum sem örvar og eykur tengingu og flæði svokallaða lengdarbauga líkamans.

Góður svefn er jafn mikilvægur fyrir heilsuna og mataræði og hreyfing.
Hann bætir frammistöðu heilans, skapið og heilsuna ásamt því að gegna lykilhlutverki við að fjarlægja eiturefni úr líkamanum. Það að fá ekki nægan góðan svefn eykur hættuna á mörgum sjúkdómum og kvillum eins og hjartasjúkdómum, heilablóðfalli, offitu og heilabilunar.

Áhrif Lavender á svefn:
Lavender hefur ekki beint áhrif á svefninn sjálfan en vegna róandi eiginleika ilmsins hjálpar það við að draga úr streitu og spennu og með því að slaka vel á skapast betri forsendur fyrir því að sofa vært og vel.

Hvernig notum við Lavender til að bæta gæði svefnsins?
Það er hægt að gera á margan hátt.
• Berðu Lavender olíu á úlfliðina, gagnaugun eða jafnvel á iljarnar rétt áður en þú ferð að sofa.
• Úðaðu Lavender úða á koddann þinn, á sængina þína eða í svefnherbergið þitt.
• Hafðu kveikt á ilmandi Lavender kerti þegar þú slakar á fyrir svefninn.
• Settu Lavender ilmstrá á góðan stað í herberginu þínu.
• Farðu í slakandi Lavenderbað fyrir svefninn. Það er gott að nota epsom salt með lavender ilmi eða lavender baðolíuna í baðvatnið. Það er líka frábært að nota saltið og olíuna saman. Húðin nýtur góðs af epsom saltinu og olían gerir hana silkimjúka.

Í tilboðinu fyrir betri svefn eru meðal annars vörur frá Elysium Spa sem er breskt vörumerki sem sérhæfir sig í dekur- og spa vörum.

Pakkinn fyrir betri svefn inniheldur:

• Ilmstrá með lavender ilmi
• Ilmkerti með lavender ilmi
• Elysium úðabrúsa með lavender ilmkjarna blöndu 25 ml
• Elysium roll on með sérblandaðri lavender ilmkjarna olíu ásamt fleiri róandi olíum 10 ml
• Elysium Lavender epsom sturtusápu 300 ml
• Elysium Lavender epsom baðsalt 450 gr
• Elysium Lavender baðolíu 150 ml
• Vandaða svefngrímu sem útilokar birtu sem truflar svefninn.

Smáa Letrið
  • Gjafaaskjan er sótt til Relaxation Centre, Nýbýlavegi 8
  • Til þess að bóka þarf að senda email á info@relaxation.is eða hringja í 534-8100
  • Mundu að taka Inneignarmiðann með þér

Gildistími: 07.11.2024 - 07.11.2025

Notist hjá
Relaxation Centre ehf, Nýbýlavegur 8, 200 Kópavogur.

Vinsælt í dag