Opið fyrir umsóknir

Erum við að leita að þér?

Viltu vinna sem heimsendir?

Ert þú sjálfstæður og áhugasamur bílstjóri að leita að þægilegri leið til að vinna þér inn pening?

Aha.is býður þér að vera hluti af teymi sjálfstæðra bílstjóra þar sem þú stjórnar þínum vinnutíma. Við afhendum veitingar, matvöru og aðra pakka til okkar viðskiptavina sjö daga vikunnar frá morgni til kvölds og erum að leita að ábyrgum, snyrtilegum og hressum heimsendum á eigin farartæki til að starfa með okkur.

Við erum að leita að frábærum einstaklingum sem:

 • Eru með bílpróf og eru öruggir í akstri
 • Eiga auðvelt með að vinna undir álagi
 • Mjög sterkir í mannlegum samskiptum
 • Með ríka þjónustulund og hugsa í lausnum
 • Eru metnaðarfullir og leggja sitt af mörkum til að ná betri árangri
 • Eiga auðvelt með að skipuleggja sig
 • Snyrtilegir, hraustir og brosmildir


Af hverju að velja Aha.is?

 • Þú færð greitt fyrir hverja sendingu; því fleiri sendingar, því hærri tekjur.
 • Þú stjórnar sjálf/ur þínum vinnutíma.
 • Þú notar þitt eigið ökutæki (bíll, hjól, vespu eða hvað sem hentar) og getur þannig unnið þér inn pening á meðan þú ert á rúntinum.
 • Þú lærir fljótt á appið okkar sem er mjög notendavænt og gefur þér upplýsingar um sendingarnar þínar.


Hvað þarf til að byrja:

 • Bíll eða hjól: Láttu farartækið þitt vinna fyrir þig.!
 • Gilt ökuskírteini: Gakktu úr skugga um að skírteinið þitt sé gilt á Íslandi.
 • Íslenskt atvinnuleyfi: Ef þú ert ekki íslenskur ríkisborgari skaltu ganga úr skugga um að þú hafir nauðsynlegt atvinnuleyfi.
 • Sími eða spjaldtölva: Vertu í sambandi við appið okkar til að stjórna pöntunum þínum á áhrifaríkan hátt.


Tilbúin/n að byrja?
Smelltu á linkinn hér fyrir neðan og við hlökkum til að vera í sambandi!