Flokkar:
Höfundur Halldór Laxness
[removed]
Atómstöðin er ein umdeildasta skáldsaga Halldórs Laxness enda skrifuð beint inn í heita samfélagsumræðu og snertir siðferðileg og pólitísk deilumál sem voru efst á baugi á Íslandi í umróti fyrstu áranna eftir stríð.
Sagan segir frá norðanstúlkunni Uglu sem kemur í höfuðstaðinn til þess að læra á orgel. Þar mæta henni ólíkir heimar; borgaralegt þingmannsheimilið þar sem hún er í vist og litskrúðugt mannlíf í húsi organistans þar sem gildismatið er töluvert annað.
Atómstöðin er beitt og róttæk saga en um leið heimspekileg og fyndin – og sögupersónurnar einstaklega eftirminnilegar.
Þessi útgáfa sögunnar er með nútímastafsetningu.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun