Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Chloé Hayden

Þegar Chloé Hayden var lítil fannst henni hún hafa brotlent á framandi plánetu þar sem hún skildi ekki neitt í neinu. Út á hvað gekk augnsamband? Og kurteisishjal? Og af hverju vildi fólk alltaf vera að snertast? Hún gekk í tíu skóla á átta árum og var að lokum greind einhverf og með ADHD. Það var ekki fyrr en hún kynntist fólki í sömu sporum að hún áttaði sig á því að hún var ekki síðri þótt hún væri öðruvísi og fann rödd sína og farsæld í lífinu.

Hér er á ferðinni hjartnæm og oft bráðfyndin frásögn af því hvernig það er að vera skynsegin. En þetta er líka gagnleg handbók um það hvernig best er að takast á við tilveruna þegar hún verður manni um megn. Hvort sem þú ert skynsegin eða vilt styðja þau sem eru það, er Öðruvísi, ekki síðrihvetjandi lesning sem brýnir okkur til að skapa samfélag þar sem er pláss fyrir alla.

Bókin er gefin út í samstarfi við Einhverfusamtökin.

Chloé Hayden (f. 1997) er margverðlaunuð áströlsk leikkona, fötlunaraktívisti, fyrirlesari og áhrifavaldur. Bók hennar hefur slegið í gegn víða um heim. Chloé hefur meðal annars leikið í vinsælli endurgerð sjónvarpsþáttanna Heartbreak High.

Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.