Höfundur Arndís Þórarinsdóttir
Ævintýraleg saga af undarlegum stað!
Dröfn hefur aldrei hitt ömmu sína svo að óvænt ferðalag á afskekktu eyjuna hennar hljómar spennandi. En ferðin verður fljótlega dálítið skrýtin. Hvernig er hægt að þola svona takmarkað samband við umheiminn? Búa allir furðufuglarnir á eyjunni virkilega í einni blokk? Og er mögulegt að einhver í blokkinni vilji Dröfn og fjölskyldu hennar illt?
Blokkin á heimsenda hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020 og Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2020 og var að mati dómnefndar bæði grípandi og gamansöm.
Arndís er meðal annars höfundur brókaflokksins um Nærbuxnaverksmiðjuna; Blokkin á heimsenda er fyrsta bók Huldu á íslensku en hún hefur áður gefið út verðlaunaðar unglingabækur í útlöndum.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun