Flokkar:
Höfundur Kristín Ómarsdóttir
Oddný Þorleifs- og Þuríðardóttir stendur á mörkum barns og konu, og rígheldur í bernskuna því hana óar við veröld fullorðnu kvennanna með striti sínu og áþján. En á fimmtánda sumri er henni boðið til Jónsmessugleði þar sem henni opinberast kynngimagnaður og seiðandi kvennaheimur sem dagsdaglega er hulinn bak við ægivald karlanna.
Kristín Ómarsdóttir heldur hér áfram að segja á sinn næma og einstaka hátt skáldaða sögu langömmu sinnar á ofanverðri nítjándu öld í Biskupstungum. Draumþing er annar hluti frásagnarinnar sem hófst með Móðurást:Oddnýju, en fyrir hana hlaut Kristín Fjöruverðlaunin 2024.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun