Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Kvöldsólarhani er fyrsta ljóðabók Lilý Erlu Adamsdóttur og sú 29. í seríu Meðgönguljóða, bókaflokki Partusar helguðum nýjabruminu í íslenskri ljóðlist.

Titrandi orðin anda.
Smjúga inn og smita.
Streyma inn í rásirnar.

Uppúr malbikinu gægist sólboði.

Ljóðabókin Kvöldsólarhani er samhliða ferðalag náttúru og tungumáls út úr eins konar klakaböndum. Hér er um að ræða endurtekið og viðstöðulaust vor og leysingar, um vindhana sem færir sig í takt við kvöldsólina.

Lilý Erla Adamsdóttir er fædd árið 1985. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, BA-prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands, diplómanámi í textíl frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og meistarnámi í textíl frá Textilhögskolan í Borås. Hún kennir við sömu stofnun og vinnur og starfar við listsköpun.

Ritstjórn: Eiríkur Örn Norðdahl
Mynd á kápu: Kristin Texeira
Bókarhönnun: Luke Allan, Haukur Pálsson & Valgerður Þóroddsdóttir

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun