Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Henrik Fexeus

Æsispennandi sálfræðitryllir úr nýrri seríu eftir Henrik Fexeus. Þegar Davíð fær tölvupóst um miðja nótt frá ókunnri konu sem segist vilja ræða æsku hans, veit hann ekki hvernig hann á að bregðast við. Hann vill helst hunsa póstinn og í staðinn gefa sig allan að stjörnulögfræðingnum Florence sem hann kynntist fyrir nokkrum vikum síðan og liggur sofandi í rúminu hans. Hvað ætti hann svo sem að ræða? Hann á engar minningar frá fyrstu tólf árum ævi sinnar.
Næsta dag hefur forvitnin betur og Davíð svarar póstinum, en fljótlega rennur upp fyrir honum að ekki er allt með felldu. Konan sem hafði samband við hann hverfur sporlaust og í kjölfarið er eins og einhver hafi horn í síðu hans og allra sem honum eru kærir. Með hjálp Florence verður hann að komast að því hver býr þarna að baki og hvernig þetta tengist allt minnisleysi hans frá æskuárum. Í skuggunum lúra áratugagömul leyndarmál og leikendur sem vilja allt til vinna að sannleikurinn komi ekki í ljós.
Henrik Fexeus er margverðlaunaður sjáandi og einn fremsti sérfræðingur heims á sviði líkamstjáningar og samskipta. Hann hefur skrifað fjölda bóka um mannlega hegðun og sambönd fólks. Samstarf hans við Camillu Läckberg hefur vakið mikla athygli en hann hefur skrifað með henni þrjár spennubækur sem hafa nú þegar verið seldar til 60 landa. Sjónvarpssería er í vinnslu eftir bókunum.
Sigurður Þór Salvarsson íslenskaði.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun