Þriggja rétta lúxus kvöldverður fyrir tvo á Höfninni

Forréttur: Skelfisksúpa með humri, bláskel, hörpudisk, fenniku og þeyttum rjóma. Aðalréttur: Gljáður nautahryggur, kryddbökuð kartafla, pönnusteiktir sveppir, Bernaisesósan fræga og rótargrænmeti. Eftirréttur: Heit súkkulaðikaka með hindberjum og lakkrísí

Nánari Lýsing

Gjafabréf á Höfnina er falleg gjöf sem gleður, það er sent með tölvupósti stuttu eftir kaup og á bréfinu eru helstu upplýsingar um gjöfina auk inneignarnúmers en verð kemur ekki fram. Umhverfið við gömlu höfnina er notalegt og rómantískt, sérstaklega á fallegu vetrarkvöldi. Þar er nú að finna fjölda veitingastaða og einn þeirra er Höfnin sem sameinar fyrsta flokks mat úr gæðahráefni og sanngjarnt verð. 

Matseðillinn er eftirfarandi:

  • - Skelfisksúpa Hafnarinnar með humri, bláskel, hörpudisk, fenniku og þeyttum rjóma.
  • - Gljáður nautahryggur, kryddbökuð kartafla, pönnusteiktir sveppir, Bernaisesósan fræga og rótargrænmeti. 
  • - Heit súkkulaðikaka með hindberjum og lakkrísís.

Um Höfnina

Höfnin er veitingastaður þar sem gæði og sanngjarnt verð fara saman. Höfnin er íslenskur veitingastaður þar sem besta hráefni sem völ er á er notað. Brynjar Eymundsson matreiðslumeistari og hans fjölskylda settu staðinn upp vorið 2010. 
 
Höfnin tekur um 100 manns í sæti á tveimur hæðum og staðsetningin er frábær með útsýni yfir gömlu höfnina í Reykjavík þar sem notalegt er að fylgjast með sjóurunum koma að landi með spriklandi fiskinn. Höfnin er alveg á bryggjusporðinum með helstu hvalaskoðunarfyrirtækjunum.
 
Húsið geymir heilmikla sögu sjómanna og verkafólks sem hér bjó á árum áður. Uppskriftirnar eru klassískar en færðar til nútímans af matreiðslumönnum staðarins.
 
Vinsælustu réttirnir eru humar, kræklingur, rauðspretta, bleikja og íslenska nauta- og lambakjötið. Smáréttir og salöt eru frábær valkostur á veröndinni á góðviðrisdögum og hádegistilboð eru alltaf í gangi hjá okkur. Flott þjónusta og hlýlegt umhverfi bíður þín á veitingahúsinu Höfninni.

Smáa Letrið
  • - Gjafabréfið verður sent í tölvupósti stuttu eftir kaup.
  • - Borðapantanir eru í síma 511-2300.
  • - Tilboðið gildir fyrir tvo.
  • Fullt verð miðast við verð af matseðli.

Gildistími: 06.10.2022 - 31.12.2023

Notist hjá
Höfnin, Geirsgata 7c, 101 Reykjavík

Vinsælt í dag