Vínsmökkun hjá Hovdenak Distillery

Ótrúlega skemmtileg og fróðleg upplifun fyrir öll þau sem hafa unun af góðum brögðum. Tilvalið í gjöf fyrir þau sem eiga allt.

Nánari Lýsing

Frábær upplifun í ótrúlegu flottu brugghúsi í Hafnafirði. Kynningin er 1 klst og innifalið er fordrykkur, skoðunarferð um brugghúsið og smakk af öllum vörum Hovdenak Distillery.

Vöruúrval Hovdenak er ótrúlega flott og státar af hinu marg-verðlaunaða Stuðlaberg gini ásamt Loki vodka, Hvítserkur rommi, Askur brennivíni og Rökkva kaffilíkjör. Þetta bragðlauka-ferðalag er afar skemmtilegt, fróðlegt og áhugavert fyrir þá sem kunna að meta góðar veigar í fljótandi formi og skemmtileg upplifun að fá að smakka á þessum guðaveigum.

Fallegt gjafabréf er sent með tölvupósti stuttu eftir að gengið hefur verið frá kaupunum. Á bréfinu eru helstu upplýsingar um gjöfina auk inneignarnúmers en verð kemur ekki fram. Þú prentar svo út gjafabréfið og gjöfin er tilbúin.  Einnig er hægt að sækja inneignina rafrænt í Apple veskið eftir kaup

Hovdenak Distillery

Nafnið Hovdenak kemur frá fjölskyldunni í Noregi og varð fyrir valinu þegar fyrirtækið var stofnað árið 2018 í Hafnarfirði. Eftir nokkurra ára tilraunir mótaðist hin fullkomna vara sem fékk nafnið Stuðlaberg Gin. Síðan þá hafa vörurnar orðið talsvert fleiri og sópað að sér verðlaunum út um allan heim. Allar vélar, tæki og eimingarhúsið í heild sinni er hannað og sett upp af eigendum. Hönnun eimingarhússins var gerð frá grunni og útkoman er með fullkomnari húsum af þessu tagi á landinu. 


Gjafvænt, blaðrænt, stafrænt, veskisvænt eða símavænt.

Hvort sem þú ætlar að nýta gjafabréfið sjálf/ur, með öðrum eða gefa það sem gjöf þá bjóðum við upp á möguleika sem hentar hverju tilfelli.

Þú getur prentað gjöfina út sem fallegt gjafabréf sem er eingöngu merkt fyrirtækinu sem keypt er hjá og verð kemur ekki fram. Inneignina má einnig nota beint úr Aha appinu eða setja hana í Apple veskið.

Gjafabréf í umslagi


  121 tilboð seld
Fullt verð
5.990 kr.
Þú sparar
1.435 kr.
Afsláttur
24 %
Smáa Letrið

- Gjafabréfið gildir fyrir einn 
- Mundu eftir gjafabréfinu
- Best er að panta tíma í [email protected] eða í 566-6656

Gildistími: 28.11.2023 - 30.04.2024

Notist hjá
Hovdenak Distillery, Stapahraun 3, 220 Hafnarfjörður.

Vinsælt í dag