Gisting fyrir allt að fjóra í þrjár nætur hjá Nortia Apartments á Flúðum

Vel útbúin íbúð með einu svefnherbergi og svefnsófa á þessum vinsæla stað

Nánari Lýsing

Löng helgi í sveitinni. Gisting í þrjár nætur í lúxus íbúð á Flúðum á frábæru verði fyrir alla fjölskylduna, vinahópinn eða sem rómantísk gjöf fyrir makann. Frábær staðsetning með fallegri náttúru og margt að skoða og gera í kring.

Íbúðaótelið var opnað 2020, er staðsett „í miðbæ“ Flúða þar sem allt er í göngufæri s.s. verslun, sund og hið margrómaða Secret Lagoon. Á baklóð Nortia er fjölskylduparadís með leiktækjum og frisbí golfvelli. Allar íbúðirnar eru með gasgrilli og garðhúsgögnum.

 • Gisting í þrjár nætur
 • 2 deluxe rúm 90x200
 • Svefnsófi í stofunni fyrir tvo
 • Svalir með húsgögnum
 • 42" flatskjár
 • Fullbúið eldhús með leirtaui, eldhúsáhöldum, uppþvottavél, kaffivél, katli, örbylgjuofni, brauðrist, ofni, ísskáp og frysti
 • Borðstofuborð og stólar
 • Uppábúin rúm og handklæði
 • Hárblásari
 • Barnastóll

Ath. gildir ekki í júní - september


Gjafvænt, blaðrænt, stafrænt, veskisvænt eða símavænt.

Hvort sem þú ætlar að nýta gjafabréfið sjálf/ur, með öðrum eða gefa það sem gjöf þá bjóðum við upp á möguleika sem hentar hverju tilfelli.

Þú getur prentað gjöfina út sem fallegt gjafabréf sem er eingöngu merkt fyrirtækinu sem keypt er hjá og verð kemur ekki fram. Inneignina má einnig nota beint úr Aha appinu eða setja hana í Apple veskið.

Gjafabréf í umslagi


Smáa Letrið
 • Gisting fyrir allt að fjóra í þrjár nætur
 • Eitt svefnherbergi og svefnsófi í stofu
 • Gestir fá 20% afslátt á golfvöllinn og í Secret Lagoon
 • Gildistíminn er til 1. nóvember 2024 ár en tilboðið gildir þó ekki frá jún - sept.

Gildistími: 11.07.2024 - 13.12.2024

Notist hjá
Nortia Apartments. Hrunamannavegur 3, 845 Flúðir

Vinsælt í dag