Flokkar:
Höfundur: Valdimar Tómasson
Morgunbjart víðerni
reisir varðturn sviðans
hvítgeislandi nepja
nálgast með slægð.
Þess eins ég
bíð að birtan dvíni.
Nótt breiddu sæng
yfir sársauka heimsins.
Valdimar Tómasson er íslenskum bókmenntaunnendum að góðu kunnur fyrir meitluð og harmþrungin ljóð sín. Söngvar til sársaukans er sjöunda ljóðabók hans en hér yrkir hann um friðlausa auðn, þungbærar tilfinningar og vonarglætuna sem smýgur í gegnum svartnættið.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun