Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Nýja Latissima One vélin er fyrir þá sem elska mjólkurblandaða kaffidrykki með því að ýta á einn hnapp. Vélin er með kerfi fyrir þrjá kaffidrykki, Cappuccino, Latte eða Espresso Macciato. Fylltu mjólkurílátið með því magni af mjólk sem þú óskar eftir og vélin flóar og freyðir mjólkina beint í bollann þinn. Þú getur að sjálfsögðu líka sleppt mjólkinni og fengið venjulegan kaffibolla eða espresso. 

Vélin er jafnframt fyrirferðalítil og falleg á borði. Hitar sig upp á 25 sekúndum og slekkur sjálfkrafa á sér eftir 9 mínútna biðtíma. 

  • Vatnstankur: 1 lítri
  • þrýstingur: 19 bör
  • 1400W
  • Hrað upphitun 25 sek
  • Mjólkurflóari 165 ml
  • 9 mínútna auto-off
  • Litur: Svört
  • 14 kaffihylki fylgja