Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigurður Pálsson

Í Minnisbók rekur Sigurð Pálsson skáld minningar sínar frá Frakklandi á árunum 1967–1982. Hann kemur til Parísar á miklum óróa- og uppreisnartímum, nítján ára nýstúdent og prestssonur að norðan, og hefur nám í frönsku og síðar leikhúsfræðum og bókmenntum við Sorbonne-háskóla. Heim fer hann fullmótað skáld að námi loknu. Sagan einkennist af frásagnargleði, einlægni og ljúfsárum tilfinningum. Þetta er fyndin og töfrandi lýsing á tíðaranda, aldarspegill mikilla umbrota í vestrænni sögu. Maí ´68, Janis, Jim og Jimi, Montparnasse, Gata Meistara Alberts, Listaskáldin vondu … Ótalmargar persónur skjóta upp kollinum, sumar heimsþekktar, aðrar óþekktar og jafnvel nafnlausar, en allar dregnar skýrum dráttum.

Í endurminningaþríleik Sigurðar eru einnig Bernskubók og Táningsbók.

Sigurður hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Minnisbók árið 2007.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 8 klukkustundir og 49 mínútur að lengd. Hannes Óli Ágústsson les.

Hér má hlusta á brot úr fyrsta kafla hljóðbókarinnar:

2.750 kr.
Afhending