Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

* Difrax sótthreinsiboxið eyðir skaðlegum bakteríum á barnavörum á nokkrum mínútum.

* Sótthreinsiboxið samanstendur af botni, bakka og loki, er um 17 cm í þvermál.

* Sótthreinsiboxið rúmar fjóra Difrax S-pela, túttur, snuð, nagstykki, brjóstapumpuhluti og aðrar sambærilegar barnavörur sem á sótthreinsun þurfa að halda.

* Þeir hlutir sem skulu sótthreinsaðir er raðað á bakkann sem stendur á botni boxins. Athugið að hlutirnir skulu vera hreinir. 200 ml af vatni (að dropamerki) eru settir í botninn, lokið lagt yfir og boxið í heild sinni sett inn í örbylgjuofn. Stillið á 800 wött og á 5 mínútum eru hlutirnir sótthreinsaðir. Gott er að leyfa boxinu að kólna örlítið áður en það er tekið út úr örbylgjuofninum. Athugið að hnappurinn á lokinu hitnar ekki.

* Difrax sótthreinsirinn er sérstaklega hannaður með sótthreinsun á mjólkurslöngunni úr Difrax Btob brjóstapumpunni í huga. Þá er slöngunni komið fyrir á þar til gerðum stút, sem staðsettur er fyrir miðju bakkans. Vatni er komið fyrir í stútnum og mun slangan sótthreinsast þegar vatnið hitnar í örbylgjuofninum.

* Mögulegt er að nýta bakkann sem þurrkgrind svo ekki þarf að þurrka hlutina í höndunum.

* Difrax sótthreinsiboxið má fara í uppþvottavél.

* Difrax vörurnar eru þróaðar í samvinnu við læknateymi sem m.a. samanstendur af barnalæknum, talmeinatæknum, tannlæknum, mjólkursérfræðingum og næringarráðgjöfum.

*Allar Difrax vörurnar eru BPA fríar.

11.750 kr.
Afhending