Öflugur og hljóðlátur blandari frá Magimix sem er nauðsynlegur í öll eldhús. Hitaþolin glerskál sem tekur 1,8 L og fjórar hraðastillingar á jöfnum hraða. Blandarinn er einnig með fjögur forstillt kerfi, fyrir eftirrétti, ís, súpur og smoothie. Einfaldur og þægilegur í notkun og með mjúkri ræsingu.
Blendermix® og Cold Mix® tækni
Blandarinn frá Magimix gerir þér kleift að búa til allt frá kokteilum, smoothies og mjólkurhristingum til flauelsmjúkrar súpu og deigs fyrir pönnukökur. Blandarinn er gæddur fullkominni tækni sem Magimix er með einkaleyfi fyrir. Hönnun hnífs og skálar vinna fullkomlega saman sem skilar sér í silkimjúkum blöndum þökk sé Blendermix® tækni. Cold Mix® tækni blandar hráefnunum saman án þess að hita þau og þar af leiðandi varðveitast bæði næringarefni og eiginleikar hráefnisins mjög vel. Hraða blandarans er hægt að velja á stigvaxandi skala og Turbo púlsvirkni gerir þér kleift að ná silkimjúkri kremaðri lokaáferð.
Mulinn klaki, smoothies, súpa eða ís
Blandarinn er með fjórum forstilltum kerfum. Forstillt kerfi fyrir mulinn ís er tilvalið til þess að mylja klaka fyrir kokteila. Flauelsmjúkar súpur, bæði heitar og kaldar, er hægt að búa til á forstilltu súpukerfi. Forstillt smoothies kerfi hentar fullkomlega til þess að blanda saman vökva og búa til smoothie, kokteila og mjólkurhristinga. Dásamlegan ís er síðan hægt að búa til með því að mauka bæði hráefni á föstu formi og vökva á forstilltu kerfi fyrir ís og eftirrétti.
Öflugur, sterkbyggður og hljóðlátur
Blandarinn er mjög öflugur, snúningshraði er á bilinu 600-22.000 rpm og ræsing er mjúk. Hann er bæði auðveldur í notkun og þrifum. Skál blandarans er úr Borosilicate gleri, tekur 1,8 lítra, er mjög endingargóð og hitaþolin. Þar af leiðandi er ekkert mál að skipta á milli þess að mylja ís og blanda heita súpu án þess að skemma skálina. Blandarinn frá Magimix er auk alls þessa hljóðlátur og hefur fengið Quiet Mark verðlaun því til staðfestingar. Magimix blandarar eru sterkbyggðir fyrir lengri endingu.