Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Guðni Elísson

[removed]

Dularfullur aðkomumaður gengur inn á hótel um miðjan vetur og þeytir móttökustjóranum og skáldinu H.M.S. Hermanni inn í iðu atburða þar sem tekist er á um völd og metorð og engum hlíft. Næstu vikurnar fléttast saman tveir heimar í þessu mikla og margradda verki. Þar segir frá harmrænum ástum hjónanna Jakobs og Láru um leið og íslensku stjórnmála- og menningarlífi er lýst á gráglettinn og afhjúpandi hátt.

Ljósgildran snýst ekki síst um nautnina að lesa, um sögurnar sem við segjum okkur á kvöldin þegar ljósin hafa slokknað og sögurnar sem samfélagið segir sér þegar það vill trúa því að brautin fram undan sé greið. En hversu haldbærar eru þessar sögur? Hvað gerist þegar leyndardómsfull öfl taka völdin í Reykjavík í dýpsta skammdeginu á sama tíma og farsóttarhræðslan ríkir og skilgreinir athafnir okkar?

Þessi skáldsaga á sér fáar fyrirmyndir í íslenskri bókmenntasögu en er þó mótuð af íslenskum og erlendum sagnaarfi. Hún er metnaðarfull tilraun til þess að fanga umbrotaskeið í sögu þjóðarinnar þegar fortíðin er óðum að gleymast og framtíðin er full af blindri von.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun