Höfundur: Pablo Neruda
Nóbelsverðlaunaskáldið Pablo Neruda heillaðist eins og svo margir af háborg Inkanna, Machu Picchu í hæðum Andesfjalla og orti um staðinn í einum frægasta ljóðabálki sínum. Ljóðin eru jafn ódauðleg og eilífðin í Machu Picchu.
Í ljóðunum lýsir skáldið stórkostlegum og fannköldum tindum, horfnum glæsileika hins háþróaða samfélags Inkanna og segir sársaukafulla söguna sem býr í steinunum. Machu Picchu er þar einskonar samnefnari fyrir sögu Suður-Ameríku.
Þýðandinn Guðrún H. Tulinius þýddi ljóð hans efir að hafa gengið til Machu Picchu. Bókinni fylgir 10 mínútna DVD myndverk um áhugaverða sýn í Machu Picchu. Formála ritar Isabel Allende.
Myndir Rebekka Rán Samper, Antonio Hervás Amezcua.