Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Gyrðir Elíasson

Þetta verk Gyrðis geymir safn fjölbreyttra og einkar vel skrifaðra smásagna. Í sumum sagnanna renna saman draumur og veruleiki með áhrifamiklum hætti, þannig að allt virðist mögulegt, og í öðrum vinnur höfundur eftirminnilega úr íslenskri þjóðtrú. Á stundum vekja smásögurnar óhugnað með lesandanum, en aðrar einkennast af lágstemmdri kímni.

Allar vera sögurnar vott um þroskaða stílgáfu höfundar og mynda magnaða og töfrum slungna heild. Bókin hlaut bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2000.

ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókin er til á geisladiski (CD eða Mp3) sem afhendist í pósti eða úr verslun en einnig er hægt að fá hljóðbók sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra (Hljóðbók – App). Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 3 klukkustundir að lengd. Höfundur les.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun