Höfundur Magnús Sigurðsson
[removed]Í Glerþráðunum er atvikum og persónum úr sögu lands og þjóðar teflt fram gegn lífsskilyrðum nútímans. Hér er þó ekki tekið mið af stórviðburðum Íslandssögunnar heldur sagðar hversdagssögur af mönnum og málleysingjum, af þeirri fundvísi sem einkennir fyrri verk höfundar.
Vitnisburðir ljósmæðra og flakkara um lífið í landinu eru raktir; sagt er frá hundafeiti í lækningaskyni, óútskýrðum fjárráðum Guðríðar Símonardóttur og óslökkvandi Danahatri Gísla Brynjúlfssonar; útskýrt er hvers vegna kvenlíkaminn var um skeið helsti keppinautur Guðs um sálarheill karlmannsins og hvernig endurreisn íslenskunnar átti sér stað á hjónasæng Sveinbjarnar Egilssonar og Helgu Benediktsdóttur Gröndal. Og er þá aðeins fátt eitt nefnt.
Í þjóðlífsþáttum rituðum af skáldlegu innsæi er fortíð og nútíð fléttað saman, af samkennd með því fólki sem á undan fór — og með skírskotun til þeirra sem nú eru á dögum.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun