Höfundur: Margit Sandemo
Tuva var yngsta dóttir Guðmundar riddara. Foreldarnir tilbáðu hana en hún var ekki ánægð með val þeirra á eiginmanni hennar. Hún óskaði sér einhvers nýs og spennandi í tilverunni og einn góðan veðurdag fékk hún þær óskir uppfylltar. En Tuva átti eftir að iðrast þess beisklega að hafa ekki kosið friðsældarlífið á herragarðinum.