Gjafabréf með þriggja rétta veislu á Nauthól slær alltaf í gegn. Njóttu kyrrðarinnar í rómantísku andrúmslofti í Nauthólsvíkinni.
Matseðillinn í tilboðinu er eftirfarandi:
Forréttur : Ýmsir forréttir að hætti hússins
Aðalréttur: Val um lamba t-bone eða pönnusteikta þorskhnakka með meðlæti
Eftirréttur: Frönsk súkkulaðikaka, borin fram með vanilluís og rjóma
Um Nauthól
Veitingastaðurinn Nauthóll nýtur sérstöðu sem fáir veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu geta státað af en hann býr að frábærri staðsetningu í nágrenni við helstu útivistarperlur höfuðborgarsvæðisins, Nauthólsvík og Öskjuhlíð. Þeirri nálægð fylgir ósjálfrátt einhver bjartur heilnæmur og fallegur andi og við leggjum sérstaka áherlsu á létt og notalegt andrúmsloft á staðnum.
Metnaður okkar liggur í fersku, fjölbreyttu og vönduðu hráefni og allur matur er lagaður frá grunni. Við erum meðvituð um umhverfisvernd og sjálfbærni og kaupum allt sem hægt er beint frá býli.
Við gerum okkur grein fyrir þeirri ábyrgð sem lögð er á herðar okkar þar sem við erum staðsett í nánd við eitt helsta útivistarsvæði borgarinnar. Í Nauthólsvík er hægt að upplifa tengsl við náttúruna og sækja hreyfingu, hollan og góðan mat, menningu til að næra andann og síðast en ekki síst eiga góðar samverustundir með vinum og fjölskyldu.
Þriggja rétta kvöldverður fyrir tvo á Nauthól
Smáa Letrið
- Gildir fyrir tvo
- Borðapantanir og nánari upplýsingar í síma: 599-6660 / 697-9001.
- Hægt er að skipta út fyrir vegan rétti
- Mundu eftir gjafabréfinu.
- Gildir frá 2. janúar 2024
- Gildir ekki í desember
Gildistími: 21.12.2024 - 21.12.2024