Skáldsaga um ástir og aðskilnað Kormáks Ögmunssonar og Steingerðar Þorkelsdóttur um miðbik tíundu aldar. Kormákur var eitt nafnkunnasta skáld á sinni tíð, eirðarlaus förumaður um ísland, Noreg og Bretlandseyjar. Honum er eignaður bróðurparturinn af þeim ríflega áttatíu dróttkvæðu vísum sem sagan geymir. Flestar vísurnar spretta af ástinni, eru ljúfar lofgerðir og tregafullir mansöngvar til Steingerðar eða harðskeytt níð um eiginmenn hennar.
Örnólfur Thorsson fer með formálsorð og sá einnig um ritstjórn á meðan Bergljót Kristjánsdóttir íslenskufræðingur flytur skýringar vísna og meginmál.
ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.