Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Bergsteinn Sigurðsson, Björn Þór Sigbjörnsson

Fyrsti áratugur 21. aldarinnar var ævintýralegt tímabil hér á landi svo ekki sé meira sagt. Landsmenn sáu bankakerfið bólgna og hrynja svo með skelfilegum afleiðingum og almenningur þusti út á stræti og torg til að mótmæla. En ýmislegt fleira gerðist í sögu lands og þjóðar. Má þar nefna umfangsmikla sölu ríkisfyrirtækja, byggingu Kárahnjúkavirkjunar og heimkvaðningu bandaríska hersins svo eitthvað sé tínt til.

Hér er öllum helstu merkisviðburðum áratugarins gerð ítarleg skil en ýmsum veigaminni þáttum, skondnum eða skelfilegum, er jafnframt haldið til haga.

  • Stjórnmál
  • Bankar og fjármálamarkaður
  • Atvinnulíf Náttúruhamfarir
  • Afbrot og sakamál
  • Fjölmiðlar
  • Samskipti við umheiminn
  • Náttúruvernd og umhverfismál
  • Eldsvoðar og slysfarir
  • Iðnaður og orkumál
  • Leiklist og kvikmyndir
  • Myndlist og hönnun
  • Bækur og bókaútgáfa
  • Tíska og lífsstíll
  • Dægurmál
  • Íþróttir

Sagan er sögð í greinargóðum texta og hundruð mynda styðja efnið enn frekar.
Bókinni fylgir ítarleg nafna- og atriðisorðaskrá sem gerir verkið sérlega aðgengilegt.
Aðalhöfundar bókarinnar eru blaðamennirnir Björn Þór Sigbjörnsson og Bergsteinn Sigurðsson en auk þeirra skrifa sagnfræðingar og blaðamenn um afmörkuð efni.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun