Þegar Ævar vísindamaður var alveg að verða tólf ára gerðist svolítið hræðilegt: kisinn hans, hann Einstein, hvarf sporlaust. Fljótlega kom í ljós að það var ekki bara Einstein sem var horfinn, heldur öll gæludýr á höfuðborgarsvæðinu!
Og til að gera vont verra brotlenti risastórt geimskip í miðri Öskjuhlíðinni, stútfullt af stórhættulegum geimverum! Eða var það ekki annars?
Bókaflokkurinn um bernskubrek Ævars vísindamanns hefur slegið rækilega í gegn og var meðal annars tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og DeBary-vísindabókaverðlaunanna. Hér halda ævintýrin áfram!
Með bókinni efnir Ævar Þór Benediktsson loforð við þúsundir barna um allt land sem tóku þátt í lestrarátakinu hans og lásu meira en sextíu og þrjú þúsund bækur.
Gerið svo vel, lestrarhestar, hér er ein bók í viðbót!
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
Hljóðbókin er 3 klukkustundir og 14 mínútur að lengd. Höfundur les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun