Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Hófí er fædd er fyrsta bókin í nýjum bókaflokki fyrir börn, Ævintýri íslenskra fjárhunda. Í aðalhlutverki í bókaflokknum er íslenski fjárhundurinn Hófi (1988 – 2003), en fleiri íslenskir fjárhundar koma einnig við sögu. Ævintýri íslenskra fjárhunda er fyrsti bókaflokkurinn með íslenska fjárhundinn sem aðalsöguhetju og kemur fyrsta bókin út bæði á ensku og íslensku.

Höfundur bókaflokksins er Monika Dagný Karlsdóttir sem var eigandi Hófíar. Monika Dagný er hlýðni og hundafimidómari og hefur ræktað íslenska fjárhunda frá 1991.

Höfundur styðst að nokkru leyti við lífshlaup Hófíar við söguritunina. Tilgangurinn er að börn geti séð lífið að einhverju leyti í gegnum augu Hófíar en jafnvel séð eitthvað af sjálfum sér í henni. Lífslexíurnar sem eru faldar í bókunum eiga að höfða til barna.

Bækurnar eru fagurlega myndskreyttar af hollenska hönnuðinum og teiknaranum Martine Jaspers-Versluijs.

2.880 kr.
Afhending