Flokkar:
Höfundur: Njörður P. Njarðvík
Sögurnar af göldrótta prestinum Sæmundi fróða, og glímum hans við Kölska og púkana hans, hafa fylgt íslensku þjóðinni um aldabil. Fyrir rúmum 20 árum voru sögurnar gefnar út, í snilldarlegri endursögn Njarðar P. Njarðvík með glæsiegum myndskreytingum eftir Gunnar Karlsson, til að endurnýja kynni ungra lesenda af Sæmundi fróða.
Nú hefur leikurinn verið endurtekinn með 2. útgáfu þessara skemmtilegu sagna þar sem myndskreytingarnar hafa verið endurgerðar og birtast hér í fallegum litum. Hér segir af vist Sæmundar í Svartaskóla, ferð hans heim og tilburðum Kölska til að eignast sál hans, og snjöllum leiðum Sæmundar til að snúa á hann.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun