Tónleikar, rokkstjörnur, söngvakeppnir, hljóðfæraleikarar, rapparar, hljómsveitir! Tónlistin hefur náð tökum á íbúum Andabæjar.
Andrés rifjar upp gamla gítartakta, hleypur í skarðið fyrir rappara og leitar að réttum tóni til að brjóta niður plast. Galdrasamfélagið heldur sína árlegu söngvakeppni sem Hexía fylgist með. Rupp og hljómsveitin hans taka þátt í raunveruleikaþætti og rekast þar á Mikk og Makk, en hvernig leggst samkeppnin í þátttakendurna? Jóakim er samur við sig og reynir á ýmsan hátt að ná inn aurum á söngvakeppnum og tónleikum en Svarti Pétur og Bjarnabófarnir eru aldrei langt undan. Amma, Andrésína, Fiðri, Gassi, Birgitta og Klara Bella láta heillast af tónlistinni og taka þátt í söngvakeppni – hvert á sinn hátt.
512 síður af trylltum tónlistarsögum.