Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Aksel Sandemose

[removed]Nú ætla ég að segja frá öllu. Og ég verð að byrja á endanum. Annars þori ég aldrei að fara alla leið. Ég myrti einu sinni mann. Hann hét John Wakefield og ég drap hann að næturlagi fyrir sautján árum í Misery Harbor.
Á þessum orðum hefst bókin um Jantalögin, Flóttamaður á krossgötum eigin slóðar, eftir dansk-norska rithöfundinn Axel Sandemose. Í bókinni segir frá Espen Arnakke sem verður að lúta óskráðum lögum smábæjar sem leiða til bælingar tilfinninga og hneigða og mynda hljómgrunn fyrir fasisma. Í Janta þarf engar útrýmingarbúðir eða svartstakka, íbúarnir sjá sjálfir um að setja undantekningalausar reglur með ískyggilegum afleiðingum fyrir bæði einstaklinga og samfélag.
Axel Sandemose (1899–1965) fæddist í smábænum Nykøbing í Danmörku og hóf rithöfundaferil sinn á dönsku. Hann fluttist síðan til Noregs og fór að skrifa á norsku. Flóttamaður á krossgötum eigin slóðar var fyrsta bók hans á norsku en hún kom út árið 1933, sama ár og Hitler varð kanslari Þýskalands. Eftir að Þjóðverjar hernámu Noreg flúði Sandemose til Svíþjóðar og samdi hann næstu bók sína á sænsku. Sandemose var nokkrum sinnum tilnefndur til Nóbelsverðlaunanna. Flóttamaður á krossgötum eigin slóðar er þekktasta bók hans og jafnan talin eitt af höfuðverkum norskrar bókmenntasögu.
4.990 kr.
Afhending