Stofnun Sindra var mikil lyftistöng fyrir félagslíf ungs fólks á Höfn í Hornafirði. Saga félagsins ber vott um drifkraft og áræðni, það efndi til skemmtiferða, hélt sund- og íþróttanámskeið og starfrækti unglingaskóla í tvo vetur. Einnig reistu félagsmenn fyrsta samkomuhúsið á Höfn.Þessi bók er stórmerkileg heimild um starfsemi ungmennafélags í vaxandi byggðalagi á suðausturhorninu og sýnir hversu víðtæk starfsemin var en hún spannaði allt frá fræðslufundum, skólahaldi til íþróttakeppna.