Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Kristín Björg Sigurvinsdóttir

Líf Elísu, sextán ára unglings frá Vestfjörðum, gjörbreytist á einni nóttu þegar hún heyrir tónlist berast frá hafinu. Tónlistin leiðir hana niður í fjöru, ofan í undirdjúpin og að fjólubláu borginni.

Elísa dregst inn í háskalega atburðarrás og kemst að því að hún er hluti af spádómi ævafornrar menningar á hafsbotni.

Er hún verðug þess að bera titilinn dóttir hafsins?

Þegar hún lokaði augunum birtust myndir. Tærir tónar sögðu henni sögur af furðuveröld þar sem myrkrið réð ríkjum, lengst ofan í undirdjúpunum. Elísa tók eitt skref áfram. Svo annað.

Lelena var hvíslað. Elísu krossbrá og hún galopnaði augun. Aftur var hvíslað en í þetta sinn var hún ekki hrædd.

Áfram.

Án þess að hika hljóp Elísa af stað.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun