Höfundur Voltaire
Voltaire er Íslendingum að góðu kunnur, enda hafa hin kostulegu ævintýri Birtíngs í þýðingu Halldórs Laxness ætíð átt miklum vinsældum að fagna. Sú þýðing kom fyrst út 1945 en var svo birt sem Lærdómsrit þrjátíu árum síðar. Nú, eftir önnur þrjátíu ár, fáum við loks annað meistaraverk Voltaires upp í hendurnar í íslenskri þýðingu. Zadig eða örlögin var birt hérumbil áratug fyrr en Birtíngur og er einnig svokallað „heimspekilegt ævintýri“. Sagan snýst um heimspeking í Babýlon til forna, Zadig að nafni. Reyndar er alls ekki auðleikið að átta sig á því hvenær Zadig á í raun að vera uppi. Það er látið liggja á milli hluta. Sagnfræðilegar skírskotanir eru skekktar og afskræmdar til að ljá sögunni ævintýralegan og framandi blæ. En undir niðri fjallar þessi skringilega gamansaga um hamingjuna sjálfa og hin óflýjandi örlög mannsins.
Ásdís R. Magnúsdóttir ritar fróðlegan inngang að sögunni og gerir góða grein fyrir birtingu verksins á sínum tíma og hinum ýmsu skírskotunum þess, t.d. í þjóðfélagsástandið og ævi Voltaires sjálfs.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun