Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Rafn Sigurðsson

Minningar frá Íslandi í vasabroti!

Hrá, ótamin, viðkvæm og ófyrirsjáanleg! Það er það sem gerir íslenska náttúru svo einstaka. Ljósmyndarinn, Rafn Sig, – hefur einbeitt sér að hrárri náttúru Íslands síðan hann var ungur strákur. Wild Iceland bækurnar sýna brot af bestu verkum hans frá síðastliðnum 30 árum. Wild Iceland – Reykjavik er bók á stærð við stórt póstkort full af einstökum myndum frá hinu stórbrotna landi íss og elda.

Bókin er hluti af bókaflokki sem samanstendur af átta bókum í vasabroti. Hver og ein þeirra einblínir á brot af því besta úr tilkomumikilli náttúru í einstökum hlutum Íslands: Suðurland, Suðvesturland, Reykjavík, Vesturland, Vestfirðir, Norðurland, Austurland og hálendið.

Fallegar og eigulegar bækur með einstakri sýn af Íslandi. Tungumál aftan á bókunum eru enska, danska, þýska og franska. Kynningartexti er til af öllum bókunum á þessum fjórum tungumálum.

Reykjavík
Höfuðborg Ísland, Reykjavík, er fjölmennasta sveitarfélag landsins og eina borgin. Hún er nyrsta höfuðborg fullvalda ríkis í heiminum (64°08′ N) og stendur á suðvesturhluta Ísland við Faxaflóa.

Sagan segir að landsvæðið þar sem nú stendur Reykjavík hafi Ingólfur Arnarson, sem almennt er talinn fyrsti landsnámsmaður Íslands, búið sér ból um árið 870. Bænum sínum mun hann hafa gefið þetta nafn þar sem þá rauk úr hverum í nágrenninu. Engin þéttbýlisþróun átti sér stað í borginni fyrr en á 18 öldinni en árið 1786 fékk hún kaupstaðarréttindi.