Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Eiginkona – mamma – amma – langamma – systir – vinkona – barnakerling – vinnuþjarkur – ævintýramenneskja – Dísa – Munda – Mrs. Jack.

Þetta eru aðeins nokkur af þeim nöfnum sem fylgt hafa Vigdísi Jack á langri og fjölbreyttri ævi.

Vigdís fæddist í torfbæ og var alin upp við sjálfsþurftarbúskap þar sem trú á álfa og huldufólk þótti sjálfsögð. Bíl og rafmagnsljós sá hún fyrst níu ára gömul. Tuttugu og sjö ára naut hún þess í fyrsta sinn að búa við rennandi vatn úr krana og fyrsta ísskápinn fékk á heimili sitt þegar hún var um fertugt. Hún varð und ráðskona hjá prestinum í Grímsey, séra Róberti Jack. Hann var ekkill og gekk Vigdís börnum hans í móðurstað. Rúmum áratug síðar voru börnin á heimilinu orðin tíu. Vigdís var prestsfrú í meira en þrjá áratugi, lengst af á Tjörn á Vatnsnesi en líka í Vesturheimi. Hlýja Vigdísar og festa settu svip sinn á stórt og fjölmennt heimili hennar. Þar var í mörg horn að líta og fáar frístundir gáfust en eftir að hún fór á eftirlaun hefur hún notið lífsins og ferðast víða um heim.
Einlæg og lifandi frásögn um viðburðaríka ævi á miklum breytingatímum. Í lífi Vigdísar Jack hafa sannarlega skipst á skin og skúrir, en upp úr stendur æðruleysi, umhyggja og ævintýraþrá einstakrar dugnaðarkonu.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun