Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Dale Carnegie

Vinsældir og áhrif eftir Dale Carnegie er talin áhrifaríkasta bók sinnar tegundar frá upphafi – bók sem leiðir til árangurs

Tilgangur þessarar bókar er að hjálpa lesandanum að leysa stærsta verkefni lífs síns: Að ná til og hafa áhrif á annað fólk. Bókin bendir á einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að efla hæfni í mannlegum samskiptum, vinna aðra á sitt band og hafa áhrif á umhverfið í einkalífi, félagslífi og starfi. Vinsældir og áhrif hefur margsannað gildi sitt enda hefur hún hjálpað milljónum manna víða um heim að efla samskiptatækni sína og ná miklum árangri í kjölfarið.

Þú lærir meðal annars:

  • Grundvallaratriði í mannlegum samskiptum
  • Einfaldar leiðir til að heilla fólk og opna þannig fyrir þér allar dyr
  • Að snúa fólki á þitt band án þess að móðga eða vekja gremju
  • Að fá fólk til að fara að vilja þínum með glöðu geði
  • Aðferðir til að hvetja aðra til framfara
  • Að ná fram vilja þínum á einfaldan, friðsaman og árangursríkan hátt

Vinsældir og áhrif hefur selst meira en nokkur önnur bók sinnar tegundar frá upphafi og gæti reynst þér mun meira virði en þyngd sín í gulli.

Bókin kom fyrst út á íslensku árið 1943, útgáfa þessi er í þýðingu Þóru Sigríðar Ingólfsdóttur.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 8 klukkustundir og 59 mínútur að lengd. Kristján Franklín Magnús les.

4.270 kr.
Afhending