Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Fátt sameinar okkur betur en sögur og ljóð sem við kynnumst í æsku. Þessi fallega bók geymir úrval úr íslenskum barnabókmenntum fram til síðustu aldamóta, auk þjóðsagna og kvæða. Hér má lesa um litríkar persónur á borð við Gutta og Fóu feykirófu, Bakkabræður og tvíburabræðurna Jón Odd og Jón Bjarna, dreka og skessur, konungssyni og hugrakkar karlsdætur. Flesta textana prýða myndir sem hafa fylgt þeim frá fyrstu útgáfu.

Nesti og nýir skór er bók sem öll fjölskyldan getur lesið saman og notið þess að láta leiða sig inn í töfraheima íslenskra barnabókmennta.