Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Jess Mikhail, Joanna Nadin

Þetta er fyrsta bókin í nýjum bókaflokki um hrakfallabálkinn Veróniku Jónsdóttur. Í hverri bók eru þrjár sjálfstæðar sögur fyrir krakka sem eru búin að ná góðum tökum á lestri.

Verónika er kölluð Vera og þetta „til vandræða“ af pabba sínum. Hún skilur ekki hvað er svo fyndið við það en stundum reynast frábæru hugmyndirnar hennar ekki eins vel og hún átti von á.

Hún vildi til dæmis ekki að litla frænka sín yrði sköllótt og öll í límklessum og hún rændi ekki hundi nágrannans viljandi og lét hann tala rússnesku … ekkert af þessu var henni að kenna.

Hún er bara svo mikill segull fyrir vandræði!

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun