Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðjón Friðriksson

Saga Reykjavíkur er stórvirki unnið af þremur sagnfræðingum á vegum Reykjavíkurborgar sem voru fengnir til að rannsaka og skrá sögu Reykjavíkur. Þorleifur Óskarsson gerir tímabilinu fram til 1870 skil í tveimur bindum, Guðjón Friðriksson ritar tvö bindi um árabilið 1870­-1940 og Eggert Þór Bernharðsson önnur tvö um tímann eftir 1940. Þeir Eggert Þór og Guðjón hófu vinnu að sínum hlutum verksins 1985 og Þorleifur tveimur árum síðar.

Hér má finna annan hluta rits Guðjóns Friðrikssonar, Saga Reykjavíkur: Bærinn vaknar 1870­-1940. Hér er á ferðinni umfangsmesta úttekt á sögu sveitarfélags sem ráðist hefur verið í að rita hérlendis. Fer vel á því að slíkur metnaður sé lagður í sögu höfuðborgarinnar af hálfu þeirra sem að ritun og útgáfu verksins standa.

Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar er ennfremur óvenjulega glæsilegt rit hvað allan ytri búning varðar. Ritið er í stóru broti, prýtt hundruðum mynda; engin opna hinna liðlega 500 textasíðna er myndlaus. Auk ljósmynda eru myndir úr fréttablöðum, myndir af fregnmiðum, auglýsingum o.fl. notaðar til að glæða textann lífi. Myndefnið fellur vel að textanum og margar myndanna hafa sjálfstætt heimildargildi. Í bókinni er einnig að finna línurit og skífurit um margvíslega þætti bæjarfjármála, atvinnulífs og fólksfjöldaþróunar.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun