Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Salka - bókaútgáfa og bókabúð

Þriðja útgáfa af uppskriftum Heilsustofnunar er komin út, yfir 130 uppskriftir og ýmiss fróðleikur. Halldór Steinsson matreiðslumaður hefur stýrt eldhúsinu á Heilsustofnun í Hveragerði frá árinu 2012. Hann hefur lagt áherslu á að framreiða fjölbreyttan og næringarríkan mat og hefur innleitt ýmsar nýjungar í matarflóruna.

Meðal annars eru „Girnileg salöt“, „Grænmetisréttir“, „Súpur og grautar“ og „Brauð og kökur“, „Sýrt grænmeti“ o.fl.

Heilsustofnun NLFÍ hóf starfsemi árið 1955. Jónas Kristjánsson læknir, sem var einn af brautryðjendum náttúrulækningastefnunnar á Íslandi, var helsti hvatamaður að stofnun Heilsustofnunar. Hlutverk stofnunarinnar er fyrst og fremst að sinna sérhæfðri endurhæfingu en einnig er boðið upp á ýmis námskeið og heilsudvöl fyrir þá sem vilja koma í styttri dvöl. Áhersla er lögð á markvissa hreyfingu, hollt mataræði, slökun og hvíld. Fræðsla og fagleg ráðgjöf er stór þáttur í starfseminni og er mikil áhersla lögð á bætta lífshætti, forvarnir og heilsuvernd. Kjarninn í hugmyndafræði stofnunarinnar er að efla heilbrigði, auka bæði líkamlega og andlega vellíðan og styrkja einstaklinginn í að bera ábyrgð á eigin heilsu

3.500 kr. 3.000 kr.
Afhending

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun