Höfundur Roxane Gay
„Ég át og át og át í þeirri von að ef ég myndi stækka yrði líkami minn öruggur. Ég gróf stelpuna sem ég hafði verið því hún var alltaf að lenda í alls konar vanda. Ég reyndi að þurrka út hverja einustu minningu um hana en hún er hérna enn, einhvers staðar. Hún er enn lítil og hrædd og skömmustufull og kannski er ég að skrifa mig aftur til hennar, í tilraun til þess að segja henni allt sem hún þarf að heyra.”
Í þessari einlægu frásögn ræðir metsöluhöfundurinn Roxane Gay upplifun sína af því að búa í líkama sem hún kallar „gríðarlega óstýrilátan.” Hún lítur skilningsríkum og krítískum augum yfir barnæsku sína, unglingsárin og þrítugsaldurinn — þar á meðal ofbeldisverk sem markaði þáttaskil í ungu lífi hennar — og færir lesendur inn í nútíðina og raunveruleika, sársauka og gleði daglegs lífs hennar.
Hungur hlaut Lambda bókmenntaverðlaunin og var valin ævisaga ársins hjá Guardian og Goodreads.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun