Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Þorgils gjallandi

Jón Stefánsson fæddist 2. júní 1851 að Skútustöðum í Mývatnssveit. Hann missti móður sína níu ára gamall og faðir hans drukknaði 1868. Næstu árin var Jón vinnumaður á ýmsum bæjum í sveitinni, þar af eitt sumar í Húnavatnssýslu. Hluta úr vetri var hann við nám hjá prestinum að Skinnastað í Öxarfirði. Öðru námi átti hann ekki kost á. Að þessu frátöldu ól hann allan aldur sinn í Mývatnssveit þar sem hann bjó lengst af á bænum Litluströnd ásamt konu sinni Jakobínu Pétursdóttur og tveimur dætrum. Hreppstjóri varð Jón 1889. Hann lést árið 1915.


Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun