Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Hildur Helgadóttir

JPV útgáfa sendir nú frá sér mjög forvitnilega bók eftir Hildi Helgadóttur þar sem hún segir frá því þegar hún fór til Bosníu á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins og var send í þjálfun hjá breska hernum. Hún veltir upp áleitnum spurningum um þátttöku Íslands í friðargæsluverkefnum en sýnir jafnframt broslegar hliðar herlífsins og gerir óspart grín að sjálfri sér í framandi og stundum ógnandi aðstæðum. Í herbúðunum komst hún svo í kynni við myndarlegan foringja og með þeim tókst kunningsskapur sem kryddaði tilveruna.

[domar]

… læsileg og skemmtileg innsýn í hernaðarheim
sem flestum Íslendingum er framandi … persónurnar lifna við á síðunum og Hildi tekst vel að draga fram það
spaugilega í oft erfiðum kringumstæðum … vekur lesandann til umhugsunar, hún sýnir umhverfi sínu og
samferðafólki einlægan áhuga og reynir að leggja sitt af mörkum þótt
reglurnar séu gjarnan framandi. Reynslu hennar má auðveldlega setja í
samhengi við eina algengustu spurninguna sem heyrist þegar framlag
Íslands til friðargæsluverkefna er rætt, hvort senda eigi Íslendinga,
sem eru ókunnugir öllum reglunum og aganum sem herlífinu fylgir, í
verkefni á vegum erlendra herja.

Silja Bára Ómarsdóttir / Af stjornmalogstjornsysla.is



Í felulitum er vel skrifuð og á köflum mjög skemmtilega stíluð frásögn, blátt áfram og tilgerðarlaus.
Jón Ólafsson / Morgunblaðið



Skemmtileg frásögn íslensks hjúkrunarfræðings sem sendur var til Bosníu í þjálfun hjá breska hernum.
Nýtt líf

Býsna krítísk bók … persónuleg.
Jón Yngvi Jóhannsson / Ísland í dag / Stöð 2

[domar]