Má bjóða þér með í ævintýralega náttúruskoðun?
Í þessari heillandi bók leiðir Unnur Jökulsdóttir okkur um undraheima Mývatns og Mývatnssveitar. Hún sýnir okkur fjallahringinn og útskýrir hvernig stórbrotið landslagið varð til, tekur þátt í fuglatalningu, fylgist með æsilegu lífshlaupi húsandarinnar, vitjar um varpið og veiðir gjáarlontur með heimafólki, rýnir í mýflugnasverma og örsmáar vatnaverur, minnist kúluskítsins sem áður einkenndi vatnsbotninn og segir frá silungsveiði og veiðibændum.
Öllum þessum undrum lýsir Unnur á einstaklega lifandi hátt, með væntumþykju, forvitni og brennandi áhuga að leiðarljósi. Vatnslitamyndir eftir Árna Einarsson og Margaret Davies prýða bókina.
Unnur Jökulsdóttir hefur skrifað vinsælar bækur um náttúru, fólk og ferðalög, ýmist ein eða með öðrum. Íslandsbækur hennar hafa flestar komið út á fleiri tungumálum en íslensku.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 5 klukkustundir að lengd. Höfundur les.
Hér má hlusta á fyrsta kafla hljóðbókarinnar:
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun