Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Páll Halldórsson, Benóný Ásgrímsson, Júlíus Ó. Einarsson

Í þessari bók er, eins og nafn hennar gefur til kynna, rakin saga þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands fyrstu fjóra áratugina. Sagt er frá baráttunni fyrir því að fá þyrlu til landsins, en þær hafa verið nokkrar og æði misjafnar í gegnum tíðina, viðamestu verkefnum þyrlnanna og sviplegum atburðum í rekstri þeirra. Tveir af höfundum bókarinnar, þeir Páll Halldórsson og Benóný Ásgrímsson, eru okkar reyndustu þyrluflugmenn og hafa í gegnum tíðina komið mörgum til bjargar, en þriðji í hópi höfundanna er Júlíus Ó. Einarsson, þjóðfræðingur og fyrrum lögreglumaður. Fjölmargar myndir, sem maragr hverjar hafa ekki komið fyrir sjónir almennings áður, prýða bókina sem ´ætti að höfða til allra landsmanna, enda koma þyrlur Landhelgisgæslunnar við sögu nánast á hverjum degi og þar leggja menn sig í líma við að bjarga lífi þeirra sem eru í hættu staddir.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun