Höfundur: Jón Helgason
Aldirnar eru sígildar og einstaklega vinsælar bækur þar sem Íslandssögunni eru gerð skil á aðgengilegan hátt í máli og myndum. Helstu atburðir hvers árs eru raktir í stuttum greinum sem höfða til lesenda á öllum aldri. Bækurnar eru stórskemmtilegar fróðleiksnámur og geyma lifandi sögu liðins tíma.
Öldin átjánda varð söguleg fyrir bólusótt, gríðarleg eldsumbrot og aðra óáran en einnig er í minnum haft margvíslegt harðrétti og trúarofstæki sem lék alþýðu manna grátt. Nýir tímar voru þó í augsýn og iðnvæðing að stíga fyrstu skrefin. Hér segir frá fréttnæmustu atburðunum frá aldamótum og fram til 1760.
Jón Helgason skráði.