Uppnuminn
í höfuðstaðum
horfi ég
á gullbjarma fallvatnanna
lýsa upp borgina
hugmóður
hreykinn af lífsstarfi mínu
þótt stundum
renni mér kalt vatn milli skinns og hörunds
er ég heyri íslenska tungu
hverfa í bládýpi heimshafanna
og loks er búið að selja
norðurljósin
Steindór Ívarsson er fæddur í Reykjavík árið 1963. Steinrunnin augu er hans fimmta bók en áður hefur hann gefið út ljóðabækurnar: Búrið (1998), Elskað í þögninni (2003), Undir Fjöllunum (2015) og smásagnasafnið Hótel (2017).