Edda er tuttugu og fjögurra ára Reykvíkingur sem fór í hjartaskipti fyrir fimm árum. Hún reynir að hugsa sem minnst um framtíðina því tölfræðin sýnir að hjartaþegar lifa ekki alltaf lengi. En hún er forvitin um fyrri eiganda hjartans og sannfærð um að ýmislegt hafi fylgt því. Stundum veit hún jafnvel ekki hvað tilheyrir henni sjálfri og hvað hún fékk með hjartanu.
Sláttur er fyrsta skáldsaga Hildar Knútsdóttur, sem einnig hefur skrifað barna- og unglingabækur og fékk Fjöruverðlaunin 2016 fyrir bókina Vetrarfrí, sem einnig var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 5 klukkustundir og 45 mínútur að lengd. Valgerður Sigurðardóttir les.