Flokkar:
Höfundur Mons Kallentoft
Vordagur í Linköping. Ungur maður finnst myrtur og svo virðist sem étið hafi verið af líkinu. Ýmsar vísbendingar leiða rannsókn málsins í ólíkar áttir. Var maðurinn myrtur af því að hann var samkynhneigður eða hafði morðið eitthvað með starf hans sem lyfjafræðingur að gera? Þegar annar samkynhneigður maður finnst myrtur óttast lögregluforinginn Malin Fors að raðmorðingi með kvalalosta gangi laus. Smám saman beinist rannsóknin inn í heim miskunnarlausrar græðgi. Og samhliða leitinni að morðingjanum neyðist Malin til að horfast í augu við eigin djöfla sem henni gengur illa að komast undan.
Mons Kallentoft er einn af þekktustu rithöfundum Svíþjóðar. Ritröð hans um Malin Fors hefur notið mikilla vinsælda víða um lönd. Satanskjaftar er þrettánda bókin um Malin Fors en hinar tólf — Sumardauðinn, Haustfórn, Vetrarblóð, Vorlík, Fimmta árstíðin, Englar vatnsins, Sálir vindsins, Moldrok, Brennuvargar, Vítisfnykur, Böðulskossinn og Himinópið — hafa selst í milljónum eintaka og verið þýddar á fjölda tungumála.
Jón Þ. Þór íslenskaði.
Mons Kallentoft er einn af þekktustu rithöfundum Svíþjóðar. Ritröð hans um Malin Fors hefur notið mikilla vinsælda víða um lönd. Satanskjaftar er þrettánda bókin um Malin Fors en hinar tólf — Sumardauðinn, Haustfórn, Vetrarblóð, Vorlík, Fimmta árstíðin, Englar vatnsins, Sálir vindsins, Moldrok, Brennuvargar, Vítisfnykur, Böðulskossinn og Himinópið — hafa selst í milljónum eintaka og verið þýddar á fjölda tungumála.
Jón Þ. Þór íslenskaði.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun