Flokkar:
Höfundur Maria Isabel Sánchez Vegara
Elvis litli bjó ekki við mikil efni þegar hann var að alast upp en hann elskaði tónlist. Hann hlustaði á allt sem hann komst yfir, allt frá kántrítónlist sem móðir hans spilaði og til blús sem nágrannar hans sungu. Þegar hann áttaði sig á að hann langaði til þess að gerast listamaður tók hann upp fyrsta lagið sitt hjá Sun Studios. Hann varð gríðarlega vinsæll og lögin hans komust á topp vinsældalista um heim allan. Hann breytti gangi sögunnar með því einu að slengja mjöðmunum til og frá. Þetta er saga konungs rokksins.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun