Höfundur Salka - bókaútgáfa og bókabúð
Bók sem víkkar sjóndeildarhringinn og kryddar hina eilífu hamingjuleit. Hér býður hún okkur í ferð um öll héruð Frakklands, lýsir staðháttum, sögu og stemmningu þeirra og ber fram krásir sem eru einkennandi fyrir hvern stað.
Frakkar leggja áherslu á ferskt hráefni og gott grænmeti – og ekki má gleyma þeirra úrvalsvínum og girnilegu eftirréttum sem bent er á í þessari bók. Uppskriftirnar eru einfaldar og aðgengilegar þó að þær séu margar hverjar nýstárlegar. Hér má finna tillögur að fjölmörgum glæsilegum veisluborðum í frönskum anda.
Hvað er yndislegra á björtu sumarkvöldi en koma elskunni sinni á óvart, dúka borð og bera fram máltíð á franska vísu með hamingjukryddi og glasi af frönsku víni – annaðhvort úti undir beru lofti eða bara inni í stofu eða notalega elhúskróknum?
Nú eru komnar þrjár bækur í flokki Sigríðar og Silju um matarmenningu Frakklands.